Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. mars 2017 18:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Argentínu gengur hræðilega án Messi
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona og Argentínu er kominn í fjögurra leikja bann og verður ekki með þegar Argentína mætir Bólivíu í kvöld.

Messi fékk bannið fyrir að láta aðstoðardómara heyra það í sigri gegn Chile fyrir helgi en þrátt fyrir að hafa ekki fengið spjald í leiknum ákvað FIFA að dæma leikmanninn í bann.

Ljóst er að erfitt verkefni er framundan fyrir landslið Argentínu án Messi en liðinu hefur gengið afar illa án hans.

Í seinustu sjö leikjum án Messi hefur Argentína aðeins unnið einn leik, gert fjögur jafntefli, og tapað tveimur leikjum.



Athugasemdir
banner
banner
banner