banner
   þri 28. mars 2017 19:53
Þorsteinn Haukur Harðarson
Forseti Bólivíu fordæmir bannið á Messi
Messi fær stuðning úr óvæntri átt.
Messi fær stuðning úr óvæntri átt.
Mynd: Getty Images
Evo Morales Ayma, forseti Bólivíu í Suður Ameríku, er ósáttur við bannið sem knattspyrnumaðurinn Lionel Messi fékk í dag.

Messi var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir kjaftbrúk í garð dómara og getur því ekki spilað með Argentínu þegar liðið mætir Bólivíu í kvöld.

Einhverjir hefðu haldið að forseti Bólivíu myndi fagna því að mótherji kvöldsins væri án síns besta leikmanns en svo er aldeilis ekki.

Forsetinn ritaði á Twitter síðu sína að honum þætti bannið allt of harkalegt og sagðist hafa samúð með besta knattspyrnumanni heims.



Athugasemdir
banner
banner
banner