Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. mars 2017 23:00
Kristófer Kristjánsson
Man Utd horfir til Özil og Oxlade-Chamberlain
Alex Oxlade-Chamberlain & Mesut Özil
Alex Oxlade-Chamberlain & Mesut Özil
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, rennir hýru auga til Alex Oxlade-Chamberlain og Mesut Özil, leikmanna Arsenal, ef marka má heimildir Goal.com.

Mourinho er sagður vilja styrka miðsvæðið á Old Trafford fyrir næsta tímabil en báðir þessir leikmenn renna út á samning hjá Arsenal eftir 15 mánuði.

Oxlade-Chamberlain hefur verið mikið orðaður frá Skyttunum undanfarið en þessi 23 ára gamli leikmaður hefur aðeins skorað þrjú mörk á síðustu tveimur tímabilum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þá er Mourinho sagður hafa reynt að kaupa Chamberlain á sínum tíma til Chelsea þegar Petr Cech fór í öfuga átt.

Illa hefur gengið hjá Arsenal að fá hinn þýska Özil til að skrifa undir nýjan samning og hafa þær fregnir verið vatn á myllu slúðurblaðanna en ljóst er að framtíð Arsene Wenger mun hafa áhrif á samningsstöðu beggja leikmanna.

Jose Mourinho þekkir vel til Özil en þeir unnu saman hjá Real Madrid.

Mourinho hefur einhvern aur á milli handanna til að versla í sumar en hvort hann geti sannfært þessa tvo um að færa sig frá London til Manchester á eftir að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner