Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. mars 2017 14:47
Magnús Már Einarsson
Messi dæmdur í fjögurra leikja bann
Messi í leiknum á fimmtudag.
Messi í leiknum á fimmtudag.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur úrskurðað Lionel Messi í fjögurra leikja bann með landsliði Argentínu.

Messi er dæmdur í bannið fyrir að láta aðstoðardómara heyra það í 1-0 sigri Argentínu á Síle í undankeppni HM síðastliðinn fimmtudag. Messi fékk ekki spjald í leiknum en skrifað var um málið í skýrslu dómara.

Messi skoraði sjálfur eina markið í leiknum gegn Síle en Argentína verður nú án hans í mikilvægum leikjum í undankeppni HM.

Bannið tekur strax gildi og Messi verður ekki með gegn Bolivíu í undankeppninni í kvöld.

Argentína er í þriðja sæti í undankeppninni í Suður-Ameríku en fjögur efstu liðin komast beint á HM í Rússlandi. Liðið í fimmta sæti fer í umspil. Argentína er langt frá því að vera í öruggri stöðu því einungis tvö stig eru niður í Síle í sjötta sætinu.
Athugasemdir
banner