Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. mars 2017 21:35
Magnús Már Einarsson
Myndbandsdómgæsla hjálpaði í leik Frakklands og Spánar
 Felix Zwayer dómari fær skilaboð í eyrað frá myndbandsdómaranum í leiknum í kvöld.
Felix Zwayer dómari fær skilaboð í eyrað frá myndbandsdómaranum í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Myndbandsdómgæsla var prófuð í vináttuleik Spánar og Frakklands í París í kvöld.

Mark var dæmt af Antoine Griezmann vegna rangstöðu en myndbandsdómgæslan hjálpaði þar. Um hálfa mínútu tókst að fá niðurstöðu í málið.

Þá var mark Gerard Deulofeu dæmd löglegt eftir að það var skoðað á myndbandi en aðstoðardómarinn hafði áður flaggað rangstöðu. Mínútu tók að fá það atvik á hreint.

Markið hjá Delofeu var annað mark Spánverja í 2-0 sigri í kvöld.

Myndbandsdómgæsla var notuð í fyrsta skipti i vináttuleik Frakklands og Ítalíu í september í fyrra og svo var hún aftur prófuð á HM félagsliða í desember.

Gianni Infantino, forseti FIFA, vill að myndbandsdómgæsla verði notuð á HM í Rússlandi á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner