Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. mars 2017 20:59
Þorsteinn Haukur Harðarson
Vináttulandsleikir: Svíþjóð vann Portúgal - Ítalía og Spánn með sigra
Úr leik Hollands og Ítalíu í kvöld.
Úr leik Hollands og Ítalíu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Gerard Deulofeu fagnar marki í kvöld.
Gerard Deulofeu fagnar marki í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þónokkrir áhugaverðir vináttulandsleikir í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Ítalía hafði betur gegn lánlausum Hollendingum og Svíþjóð vann Portúgal í hörkuleik. Þá vann Spánn góðan sigur gegn Frakklandi.

Það hefur lítið gengið hjá Hollandi undanfarið en lukkan virtist ætla að snúast þeim í vil snemma leiks gegn Ítalíu í kvöld þegar Hollendingar komust yfir eftir að Ítalinn Alessio Romagnoli varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Það tók Ítali hinsvegar aðeins eina mínútu að jafna en þar var Eder á ferðinni sem skoraði með góðu marki. Leonardo Bonucci tryggði Ítalíu svo 2-1 sigur eftir rúmlega hálftíma leik.

Hinn óviðjafnanlegi Cristiano Ronaldo kom Portúgal yfir gegn Svíþjóð strax á 18. mínútu leiksins og staðan varð síðan 2-0 korteri seinna þegar Andreas Granquist setti boltann í eigið net. Þannig var staðan í hálfleik en Svíþjóð jafnaði í seinni hálfleik þegar Viktor Claesson skoraði í tvígang áður en Joao Cancelo skoraði sjálfsmark sem tryggði Svíþjóð 2-1 sigur.

Leik Frakklands og Spánar var beðið með nokkurri eftirvæntingu enda tvö frábær knattspyrnulið að mætast. David Silva kom Spánverjum yfir með marki úr vítaspyrnu á 68. mínútu og Gerard Deulofeu tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar. Lokatölur 2-0 fyrir Spán.

Þá gerðu Finnland og Austurríki 1-1 jafntefli en Finnland er með íslenska liðinu í riðli í undankeppni HM.

Úrslit:

Holland 1-2 Ítalía
1-0 Alessio Romagnoli ('10, sjálfsmark)
1-1 Eder ('11)
1-2 Leonardo Bonucci ('32)

Portúgal 2-3 Svíþjóð
1-0 Cristiano Ronaldo ('18)
2-0 Andreas Granqvist ('34, sjálfsmark)
1-2 Viktor Claesson ('57)
2-2 Viktor Claesson ('76)
2-3 Joao Cancelo ('90, sjálfsmark)

Frakkland 0-2 Spánn
0-1 David Silva ('68, víti)
0-2 Gerard Deulofeu ('77)

Austurríki 1-1 Finnland
1-0 Marko Arnautovic ('62)
1-1 Fredrik Jensen ('76)
Athugasemdir
banner
banner