Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. apríl 2015 13:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 1. sæti: FH
Bræðurnir Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir.
Bræðurnir Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Steven Lennon.
Sóknarmaðurinn Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Draumurinn byrjar mótið í banni.
Draumurinn byrjar mótið í banni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson.
Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Atli Guðnason hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar um langt skeið.
Atli Guðnason hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar um langt skeið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmann Þórisson er mættur aftur.
Guðmann Þórisson er mættur aftur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Síðasta liðið sem við kynnum í spánni okkar er það lið sem spáð er Íslandsmeistaratitli. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. FH-ingar fengu 93 stig í spánni og er spáð Íslandsmeistaratitlinum.

Spáin:
1. FH 93 stig
2. KR 85 stig
3. Stjarnan 83 stig
4. Valur 70 stig
5. Breiðablik 65 stig
6. Fylkir 56 stig
7. Víkingur 48 stig
8. Keflavík 34 stig
9. Fjölnir 28 stig
10. ÍBV 27 stig
11 ÍA 21 stig
12. Leiknir 14 stig

Um liðið: FH er svo sannarlega stórveldi í íslenska boltanum en síðustu tvö árin hefur mistekist að skila stórum titli í hús. Það er eitthvað sem menn hafa ekki átt að venjast í Hafnarfirðinum undanfarin ár. FH-ingar hafa stigið á bensíngjöfina og eru vonandi búnir að jafna sig á martraðaleiknum gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í fyrra! Heimir Guðjónsson heldur áfram um stjórnartaumana.



Hvað segir Jörundur? Jörundur Áki Sveinsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deildinni 2015. Jörundur lét af störfum sem þjálfari hjá BÍ/Bolungarvík í fyrra en þar áður var hann aðstoðarþjálfari FH. Í dag þjálfar hann meistaraflokk kvenna hjá Fylki.

Styrkleikar: Ótrúleg breidd í leikmannahópnum. Með tvo menn í nánast öllum stöðum. Eru með frábært þjálfarateymi sem hafa verið lengi saman og þekkja hvern annan, leikmannahópinn og ekki síst félagið, út og inn. Með frábæra umgjörð og geggjaðan liðsstjóra (Óli G.)!, Kaplakrikavöllur er flottasti völlur landsins. Margir hafa sagt að það verði erfitt fyrir Heimi að halda öllum þessum leikmönnum góðum, gæti komið niður á leik liðsins, held að Heimir líti ekki þannig á það. Þetta er lúxusvandamál, ef hægt er að kalla þetta vandamál. Trúi því ekki að nokkur annar þjálfari í Pepsi-deildinni myndi fúlsa við því að hafa þessa breidd í sínu liði.

Veikleikar: Úfff, það er erfitt að finna einhverja veikleika hjá FH-ingum enda gríðarlega vel mannað lið. Þeir eru búnir að setja ný viðmið í íslenskum fótbolta. Eru komnir með atvinnumannalið, félagið er stórhuga og ætlar sér stóra hluti, ekki bara nú í ár heldur líka í framtíðinni. En það hafa orðið miklar breytingar hjá FH á milli ára. Sennilega þær mestu síðan að Heimir Guðjóns tók við liðinu. Nokkrir mjög sterkir leikmenn yfirgáfu félagið, leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk undanfarin ár og unnið þar titla. Nægir þar að nefna Óla Palla, sem hefur verið fyrirliði og leiðtogi liðsins, Hólmar Örn, Guðjón Árni og Emil Pálsson. Þessir leikmenn labba inn í hvaða lið sem er í Pepsi-deildinni. Vissulega hafa komið leikmenn í staðinn, margir hverjir mjög góðir en það þarf allt að smella. Spurning hvort að nýju leikmennirnir passi inn í FH kerfið strax í 1. umferð?

Liðsheildin og samstaðan sem hefur einkennt FH-liðið undanfarin ár þarf að vera í lagi og nú þurfa leikmenn sem hafa verið lengi hjá félaginu sem og þeir sem eru nýjir að láta verkin tala og hafa einbeitinguna og hausinn í lagi, alltaf!

Lykilmenn: Davíð Þór, mikill leiðtogi með mikla reynslu og FH hjarta. Atli Guðna, maður stóru leikjanna, algjörlega magnaður leikmaður sem hefur unnið ófáa leikina fyrir FH. Steve Lennon, ég tel að hann eigi eftir að sýna mun meira í ár en í fyrra. Nú er hann búinn að vera með liðinu í öllum undirbúningi og það hlýtur að hjálpa honum. Veit að stuðningmenn liðsins vænta mikil af honum.

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að fylgjast með "nýju" FH-ingunum, Bjarna Þór og Kristjáni Flóka hvort að þeir nái að stimpla sig inn í liðið. Það verður líka gaman að fylgjast með því hvernig hópurinn höndlar alla þá pressu sem allir aðrir eru að setja á liðið. Hlakka til að sjá FH spila 4-4-2 í stað 4-3-3 sem liðið hefur haldið sig við í langan tíma. Finnst það klókt hjá þjálfurunum að prófa sig áfram og eiga þann möguleika í einhverjum leikjum. Finnst þó líklegt að FH spili sitt hefðbundna leikkerfi í flestum leikjum.

Umræðan hefur verið þannig að flestir tala um að það yrði slys ef FH vinnur ekki mótið o.s.frv. Ekkert óeðlilegt við það að menn tali svona enda ótrúlega vel mannað lið. Hins vegar eru fleiri lið sem eru ekki síður með vel mönnuð lið. Þetta verður svakaleg barátta sem hefst með stórleik strax í 1.umferð, KR-FH. Já sæll!



Stuðningsmaðurinn segir - Árni Rúnar Árnason
„Ég held að FH liðið verði sterkt í sumar og því eðlilegt að spá því sigri. Ég er að vona að nýju mennirnir aðlagist þessu fljótt og liðið nái að byrja vel því það er mikilvægast af öllu í svona stuttu móti."

„Það væri sterkt að byrja vel fyrir stuðningsmenn en við í Mafíunni ættlum okkur líka stóra hluti í sumar og hjálpa liðinu að ná loksins tvennunni og fara sem lengst í Evrópu. Nú verðum við öll að hjálpast að við að ná árangri en hann hefur ekki verið eins og við viljum hafa hann í FH uppá síðkastið."

„Við í FH erum ein stór fjölskylda og nú reynir á menn að gleyma því sem liðið er og horfa fram á við og ná sem bestum árangri á vellinum og í stúkunni."

„Já með hjartað á réttum stað
vinnum við sigra hvern einasta dag,
Já með hjartað á réttum stað
getum við allt, við erum FH-ingar."


Völlurinn: Kaplakrikavöllur er frábær leikvangur. 1900 sæti undir þaki og 1150 sæti undir berum himni.

Komnir:
Amath André Diedhiou frá Moldavíu
Bjarni Þór Viðarsson frá Silkeborg
Finnur Orri Margeirsson frá Breiðabliki
Guðmann Þórisson frá Mjallby
Kristján Flóki Finnbogason frá FC Kaupmannahöfn
Jeremy Serwy frá Belgíu
Sam Tillen kemur aftur meiðsli
Þórarinn Ingi Valdimarsson frá ÍBV

Farnir:
Emil Pálsson í Fjölni á láni
Finnur Orri Margeirsson í Lilleström
Guðjón Árni Antoníusson í Keflavík
Hólmar Örn Rúnarsson í Keflavík
Ingimundur Níels Óskarsson í Fylki
Ólafur Páll Snorrason í Fjölni
Sean Reynolds til Bandaríkjanna

Leikmenn FH sumarið 2015:
1 Róbert Örn Óskarsson
4 Samuel Lee Tillen
5 Pétur Viðarsson
6 Sam Hewson
7 Steve Lennon
9 Þórarinn Ingi Valdimarsson
10 Davíð Þór Viðarsson
11 Atli Guðnason
12 Kristján Finnbogason
13 Bjarni Þór Viðarsson
15 Guðmann Þórisson
16 Jón Ragnar Jónsson
17 Atli Viðar Björnsson
18 Kristján Flóki Finnbogason
19 Viktor Helgi Benediktsson
20 Kassim Doumbia
21 Böðvar Böðvarsson
22 Jeremy Serwy
23 Brynjar Ásgeir Guðmundsson
24 Grétar Snær Gunnarsson
25 Amath Diedhiou
26 Jonathan Hendrickx
27 Baldur Búi Heimisson
28 Sigurður Gíslí Snorrason
29 Eggert Georg Tómasson
30 Hörður Ingi Gunnarsson

Leikir FH 2015:
4. maí KR – FH
10. maí FH – Keflavík
17. maí Valur – FH
20. maí FH – ÍA
26. maí Stjarnan – FH
31. maí FH – Leiknir
7. júní Víkingur R. – FH
14. júní ÍBV – FH
21. júní FH – Breiðablik
28. júní Fjölnir – FH
12. júlí FH – Fylkir
19. júlí FH – KR
26. júlí Keflavík – FH
5. ágúst FH – Valur
10. ágúst ÍA – FH
17. ágúst FH – Stjarnan
24. ágúst Leiknir – FH
30. ágúst FH – Víkingur R.
13. sept FH – ÍBV
20. sept Breiðablik – FH
26. sept FH – Fjölnir
3.okt Fylkir – FH

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson og Jóhann Ingi Hafþórsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner