Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. apríl 2015 10:30
Magnús Már Einarsson
Upptaka - Fjármál í fótbolta: Ísland og Evrópa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nils Skutle, fyrrum formaður Rosenborg, hélt erindi á fundi sem VÍB og Fótbolti.net héldu um fjármál í fótbolta í Hörpunni í vikunni.

Nils fór yfir uppgang Rosenborg en liðið fór 11 sinnum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á árunum 1995 til 2007. Liðið varð einnig 11 sinnum norskur meistari á þeim tíma.

Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR og Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, ræddu málin við Nils í Panel og stjórnaði Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri VÍB umræðum.

Þremenningarnir svöruðu meðal annars spurningum frá áhorfendum.

Hér að neðan má sjá upptöku af þessum áhugaverða fundi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner