þri 28. apríl 2015 09:15
Elvar Geir Magnússon
Bale fyrir Hazard? - City vill Wilshere
Powerade
Wilshere til Manchester City?
Wilshere til Manchester City?
Mynd: Getty Images
Bebe aftur í enska boltann?
Bebe aftur í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakkanum sívinsæla. BBC tók saman allt það helsta úr ensku götublöðunum ú morgun.

Real Madrid gæti látið hinn velska Gareth Bale (25) af hendi fyrir belgíska leikstjórnandann Eden Hazard (24) hjá Chelsea. (Sun)

Manchester City ætlar að gera 30 milljóna punda tilboð í miðjumanninn Jack Wilshere (23) hjá Arsenal. (Mirror)

Arsenal ætlar að gera spænska framherjann Pedro hjá Barcelona (27) að sínum fyrstu kaupum. (Express)

Markvörðurinn Hugo Lloris (28) hjá Tottenham gæti fengið að yfirgefa White Hart Lane fyrir 14 milljónir punda ef Spurs nær ekki Meistaradeildarsæti. Frakkinn vill spila í deild þeirra bestu. (Metro)

Robin van Persie (31) vill vera áfram hjá Manchester United eftir sumarið en talið er að hollenski sóknarmaðurinn verði seldur. (Daily Mail)

Miðjumaðurinn Yaya Toure (31) mun yfirgefa Manchester City í sumar og ganga í raðir Inter á Ítalíu fyrir 5,7 milljónir punda. (Sportmediaset)

Það verða hreinsanir hjá Newcastle í sumar en menn eins og miðjumaðurinn Cheick Tiote (28), sóknarmaðurinn Papiss Cisse (29), hollenski markvörðurinn Tim Krul (27) og franski miðjumaðurinn Moussa Sissoko (25) eru meðal 14 leikmanna sem gætu farið. (Sun)

Chelsea hefur verið gagnrýnt fyrir leiðinlegan leikstíl en Jose Mourinho segir að eigandinn Roman Abramovic sé sáttur við leikaðferðina. (Star)

Mourinho segir að úrvalslið ársins í ensku úrvalsdeildinni sé ekki nægilega sterkt til að vinna deildina því þar séu ekki nægilega margir leikmenn Chelsea. (Telegraph)

Aston Villa hefur lýst yfir áhuga á framherjanum Patrick Bamford (21) sem hefur skorað 19 mörk fyrir Middlesbrough í Championship í vetur. Bamford er þar á láni frá Chelsea. (Mail)

Pablo Zabaleta (30) varnarmaður Manchester City segir að Manuel Pellegrini, stjóri City, eigi skilið að fá meiri virðingu. (Manchester Evening News)

Javier Hernandez (26) segir að aðeins Guð viti hvar hann spili næsta vetur. Hernandez hefur verið bekkjarmatur hjá Real Madrid þar sem hann er á láni frá Manchester United. (TalkSport)

Franz Beckenbauer hefur ýjað að því að Jurgen Klopp gæti orðið stjóri Bayern München. (Mail)

Thomas Sörensen (38) markvörður Stoke leggur hanskana á hilluna eftir tímabilið og ætlar að halda upp á það með því að hjóla um Bandaríkin fyrir gott málefni. (Stoke Sentinel)

Bebe, fyrrum leikmaður Manchester United, gæti verið á leið aftur í enska boltann! Portúgalski framherjinn (24) var eins og frægt er keyptur til United á sínum tíma fyrir 7,5 milljónir punda. Sir Alex Ferguson viðurkenndi að hafa aldrei séð hann spila þegar hann var keyptir. Bebe er nú hjá spænska neðri deildarliðinu Cordoba en Reading í Championship deildinni hefur áhuga. (Daily Star)

Liverpool hefur eytt 770.340.000 pundum í 190 leikmenn síðan liðið vann síðasta enska meistaratitilinn. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner