þri 28. apríl 2015 09:55
Magnús Már Einarsson
Íslensk félög myndu spila heimaleiki erlendis í riðlakeppni
Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef íslensk félög myndu ná sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða Evrópudeildarinnar þyrftu þau að spila heimaleiki sína erlendis.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði þetta á fundi VÍB og Fótbolta.net um fjármál í fótbolta.

Jón Rúnar segir að það sé ekki hægt að spila á Íslandi að vetri til þegar riðlakeppnin fer fram.

Velja þarf sama heimavöll þar sem allir leikirnir í riðlakeppninni myndu fara fram.

„Við þurfum að velja Noreg eða Danmörku," sagði Jón Rúnar á fundinum í dag um möguleikana á að spila í riðlakeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner