Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. apríl 2015 13:15
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið FH: Nýtt leikkerfi
Guðmann er mættur í FH á nýjan leik.
Guðmann er mættur í FH á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki byrjar frammi.
Kristján Flóki byrjar frammi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Þá skoðum við líklegt byrjunarlið í upphafi móts. Fótbolti.net spáir því að FH verði Íslandsmeistari í ár.



Róbert Örn Óskarsson er sem fyrr í marki FH. Á bekknum er elsti leikmaður deildarinnar Kristján Finnbogason til taks.

Jonathan Hendrickx verður hægri bakvörður en stuðboltinn Jón Ragnar Jónsson byrjar á bekknum. Kassim Doumbia byrjar í fjögurra leikja banni og því verða Guðmann Þórisson og Pétur Viðarsson miðverðir í fyrstu leikjunum. Böðvar Böðvarsson byrjar í stöðu vinstri bakvarðar en Sam Tillen er ekki kominn í sitt besta form eftir erfið meiðsli.

FH-ingar ætla að spila 4-4-2 í sumar en ekki 4-3-3 eins og undanfarin ár. Hinir smáu en knáu Jeremy Serwy og Atli Guðnason verða á köntunum. Fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson verður á miðjunni ásamt Sam Hewson. Bjarni Þór Viðarsson kemur einnig sterklega til greina í byrjunarliðið sem og Þórarinn Ingi Valdimarsson sem og Senegalinn Amath Diedhiou sem er ekki enn kominn með leikheimild.

Kristján Flóki Finnbogason er kominn aftur til FH frá FCK í Danmörku og hann mun byrja frammi ásamt Steven Lennon sem samdi við Fimleikafélagið í júlí í fyrra. Markaskorarinn reyndi Atli Viðar Björnsson bíður eins og hrægammur á bekknum eftir að fá tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner