Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 28. apríl 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Risaslagur í undanúrslitum
Mynd: Getty Images
Bayern München mætir Borussia Dortmund í sannkölluðum risaslag í undanúrslitum þýska bikarsins.

Bayern fær að spila leikinn á heimavelli gegn gífurlega sterkum andstæðingum sem eru í kjörinni stöðu til að snúa gengi sínu á tímabilinu við.

Jürgen Klopp er búinn að tilkynna það að hann mun yfirgefa Dortmund í sumar eftir slakt gengi á tímabilinu. Dortmund er ekki að keppast um neitt nema evrópudeildarsæti í þýsku deildinni og mun leggja allt í sölurnar fyrir þennan undanúrslitaleik, þann síðasta sem liðið spilar við Bayern undir stjórn Klopp.

Klopp er mikils metinn jafnt innan sem utan búningsklefa Dortmund og það leikur ekki vafi á því að leikmenn liðsins munu gera allt í sínu valdi til að sigra það sem flestir tala um sem langbesta lið Þýskalands.

Leikur kvöldsins:
18:30 Bayern München - Borussia Dortmund
Athugasemdir
banner
banner
banner