Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. apríl 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
West Brom til sölu á 150 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnufélagið West Bromwich Albion er til sölu á 150 milljónir punda, eða 31 milljarður króna, og hafa mögulegir kaupendur tíma þar til 31. maí til að kaupa félagið.

West Brom hefur verið í ensku úrvalsdeildinni síðustu fimm ár og er í 13. sæti á þessu tímabili, sjö stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Kaupendur frá Bandaríkjunum og Asíu hafa verið að gera sig líklega til að bjóða í félagið og vill Jeremy Peace, forseti félagsins, fá 150 milljónir punda fyrir.

Peace á 90% hlut í fyrirtækinu sem á félagið og er þekktur fyrir að selja sig dýrt, en mögulegir kaupendur meta félagið á rétt rúmlega 100 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner