Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. apríl 2016 07:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 9. sæti
Kristinn Justiniano Snjólfsson.
Kristinn Justiniano Snjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Einar Smári Þorsteinsson.
Einar Smári Þorsteinsson.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ? 
2. ? 
3. ? 
4. ? 
5. ? 
6. ? 
7. ? 
8. ? 
9. Sindri 81 stig
10. Njarðvík 70 stig
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig

9. Sindri  
Lokastaða í fyrra:
 8. sæti í 2. deild 

Þjálfarinn: Auðun Helgason stjórnar Sindra annað árið í röð eftir að hafa áður leikið með liðinu árið 2014. Auðun, sem er fyrrum landsliðsmaður, tók fram skóna með Sindra undir lok móts í fyrra og hjápaði liðinu að bjarga sér frá falli eftir góðan lokasprett. Auðun hefur hins vegar ekkert spilað með Sindra í vetur. Auðun spilaði á sínum tíma í Sviss, Noregi, Belgíu og Svíþjóð áður en hann kom heim og lyfti titlum með uppeldisfélagi sínu FH.

Styrkleikar:  Króatíski kantmaðurinn Duje Klaric verður áfram á Hornafirði en hann sýndi góða spretti síðari hluta móts í fyrra eftir að hafa komið á miðju sumri. Tveir aðrir erlendir leikmenn eru væntanlegir í byrjun maí en þeir verða að skila meiru en erlendu leikmennirnir gerðu hjá Sindra í fyrra. Hornfirðingar eru orðnir sjóaðir í 2. deildinni eftir að hafa haldið velli nokkuð örugglega undanfarin ár.

Veikleikar: Stór hluti af byrjunarliðinu er farinn frá Sindra síðan í fyrra en þar á meðal eru Hilmar Þór Kárason og Sigurður Bjarni Jónsson sem voru langmarkahæstir í fyrra. Gengi liðsins á undirbúningstímabilinu lofar ekki góðu fyrir sumarið. Lítill liðsstyrkur hefur borist í vetur en leikmennirnir sem hafa komið eru nánast allir að koma frá Mána, hinu liðinu á Hornafirði, sem spilaði í 4. deild í fyrra.

Lykilmenn:  Duje Klaric, Einar Smári Þorsteinsson, Kristinn Justiniano Snjólfsson.

Komnir:
Arnar Freyr Valgeirsson frá Mána
Daníel Örn Valgeirsson frá Magna
Gísli Örn Halldórsson frá Mána
Hákon Logi Stefánsson frá Mána
Kristófer Laufar Hansson frá Mána
Þorlákur Helgi Pálmason frá Mána

Farnir:
Amadou Koulibaly Conde til Spánar
Ási Þórhallsson í Keflavík
Haraldur Bergvinsson í Fjarðabyggð
Hilmar Þór Kárason í ÍR
Kasper Knudsen til Danmerkur
Nick Vinstrup Svendsen til Danmerkur
Óskar Guðjón Óskarsson til KH
Sigurður Bjarni Jónsson í Álftanes

Fyrstu leikir Sindra
7. maí Ægir – Sindri
14. maí Sindri – Völsungur
21. maí Magni – Sindri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner