fim 28. apríl 2016 22:13
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Valur endar með fullt hús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 4 - 1 FH
0-1 Selma Dögg Björgvinsdóttir ('45)
1-1 Vesna Elísa Smiljkovic ('60)
2-1 Margrét Lára Viðarsdóttir ('75, víti)
3-1 Margrét Lára Viðarsdóttir ('80)
4-1 Vesna Elísa Smiljkovic ('85)

Valur lýkur keppni í B-deild Lengjubikars kvenna með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

Valur sigraði FH í kvöld og endar með fimmtán stig og markatöluna 26-2. FH lýkur keppni í öðru sæti, með átta stig.

Selma Dögg Björgvinsdóttir kom FH yfir rétt fyrir hálfleik en Vesna Elísa Smiljkovic var búin að jafna eftir stundarfjórðung af síðari hálfleik.

Þá var komið að Margréti Láru Viðarsdóttur sem kom heimamönnum yfir úr vítaspyrnu og tvöfaldaði svo forystuna fimm mínútum síðar, áður en Vesna gerði fimmta og síðasta mark leiksins.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner