Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 28. apríl 2016 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Nainggolan færist nær Chelsea
Á leið í enska boltann?
Á leið í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan mun ganga í raðir Chelsea næsta sumar samkvæmt heimildum nokkurra fjölmiðla í Englandi.

Mirror greindi frá því í gær að Chelsea hefði komist að samkomulagi við AS Roma um kaup á Nainggolan fyrir 28 milljónir punda.

Sömu heimildir herma að þessi 27 ára gamli miðjumaður muni gera fimm ára samning við Lundúnarliðið.

Nainggolan hefur leikið með Roma frá því í byrjun árs 2014 en hefur verið orðaður við Chelsea mjög reglulega í vetur.

Antonio Conte, landsliðsþjálfari Ítalíu og fyrrum stjóri Juventus, hyggst taka með sér nokkra leikmenn úr ítalska boltanum þegar hann tekur við stjórnartaumunum hjá Chelsea í sumar og hafa Kostas Manolas, varnarmaður Roma, og Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, verið orðaðir við ensku meistarana.
Athugasemdir
banner
banner