Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. apríl 2016 16:51
Magnús Már Einarsson
Selfoss bætir við Spánverja (Staðfest)
Selfyssingar fá liðsstyrk.
Selfyssingar fá liðsstyrk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hefur fengið spænska leikmanninn Teodoro José Tirado García í sínar raðir.

Teodor, eða Teo, er 31 árs gamall en hann getur leikið í fremstu stöðunum á vellinum.

Teo ólst upp hjá Villarreal en hann lék nokkra leiki með Valladolid í spænsku B-deildinni í byrjun ferilsins.

Teo hefur síðan þá verið á flakki en hann hefur spilað á annan tug liða í spænsku C og D-deildinni.

Selfyssingar mæta Leikni F. í fyrstu umferð í Inkasso-deildinni þann 7. maí næstkomandi en liðinu er spáð 10. sæti deildarinnar..

Komnir:
Arnór Gauti Ragnarsson frá Breiðabliki á láni
Daniel Hatfield frá Skallagrími
Giordiano Pantano frá AC Lumezzane á Ítalíu
James "J.C." Mack III frá Ekenas í Finnlandi
Óttar Guðlaugsson frá Hetti
“Pachu” Martínez Gutiérrez frá Gjøvik-Lyn í Noregi
Stefán Ragnar Guðlaugsson frá Fylki
Teodoro José Tirado García frá Spáni

Farnir:
Brynjar Már Björnsson í Stjörnuna (Var á láni)
Denis Sytnik
Einar Ottó Antonsson í Ægi
Elton Renato Livramento Barros í Hauka
Halldór Arnarsson í ÍR
Ivanirson Silva Oliveira
Jordan Edridge
Luka Jagacic
Magnús Ingi Einarsson í Dalvík/Reyni
Matthew Whatley
Athugasemdir
banner
banner