fös 28. apríl 2017 09:07
Magnús Már Einarsson
Alonso Sanchez í Víking Ó. (Staðfest)
Alonso Sanchez.
Alonso Sanchez.
Mynd: Víkingur Ó.
Víkingur Ólafsvík hefur fengið spænska miðjumanninn Alonso Sanchez í sínar raðir. Alonso fær leikheimild á morgun og hann getur því spilað gegn Val í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn.

Hann æfði með Víkingi Ó. í æfingaferð á Spáni fyrr í mánuðinum og tók þar þátt í æfingaleikjum gegn Stjörnunni og Keflavík.

Alonso er 27 ára gamall en hann lék með unglingaliðum Villarreal og Hercules á sínum tíma.

Á síðasta tímabili spilaði Alonso í norsku B-deildinni með botnliði Raufoss en þar skoraði hann eitt mark í átján leikjum.

Alonso verður þriðji Spánverjinn í liði Ólafsvíkinga en fyrir hjá liðinu eru markvörðurinn Cristian Martinez og varnarmaðurinn Aleix Egea.

Alonso er að sjálfsögðu mættur á blað í Draumaliðsdeild Eyjabita en þar kostar hann 5,5 milljónir.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner