fös 28. apríl 2017 15:38
Magnús Már Einarsson
Bjarni Guðjóns í KV (Staðfest)
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson hefur fengið félagaskipti úr KR yfir í KV. Bjarni hefur æft með KV af og til í vetur og hann gæti nú leikið með liðinu í 2. deildinni í sumar.

Hinn 38 ára gamli Bjarni spilaði síðast með KR í Pepsi-deildinni árið 2013 en hann varð þá Íslandsmeistari með liðinu.

Bjarni þjálfaði Fram árið 2014 og í kjölfarið tók hann við liði KR. Bjarni stýrði KR árið 2015 og fyrri hlutann á síðasta tímabili áður en hann missti starfið.

Á sínum tíma var Bjarni lengi erlendis í atvinnumennsku en hann fór út eftir tímabilið 1997 og sneri síðan aftur í íslenska boltann árið 2006. Bjarni á einnig 23 landsleiki að baki.

KV er spáð næstneðsta sæti í 2. deildinni í sumar í spá fyrirliða og þjálfara.

Liðið mætir Magna Grenivík í fyrstu umferðinni laugardaginn 6. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner