fös 28. apríl 2017 18:10
Elvar Geir Magnússon
Danmörk: Elfar Freyr skoraði sitt fyrsta mark í Danmörku
Horsens að fara í umspil um að bjarga sér frá falli
Elfar (til hægri) í baráttunni í dönsku deildinni.
Elfar (til hægri) í baráttunni í dönsku deildinni.
Mynd: Getty Images
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason skoraði sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar hann skoraði jöfnunarmark Horsens í 2-1 tapi gegn OB.

Elfar lék fyrstu 82 mínútur leiksins en OB skoraði sigurmarkið í blálokin.

Elfar, sem er á lánssamningi frá Breiðabliki, hefur fengið fá tækifæri hjá Horsens og hafa verið háværar sögusagnir um að hann gæti snúið aftur í Kópavoginn bráðlega. Hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og spurning er hvort frammistaðan breyti stöðunni eitthvað.

Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn í fremstu víglínu hjá Horsens.

Eftir þetta tap er ljóst að Horsens fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr deildinni.

Sjá einnig:
Arnar Grétars: Ekki spurning hvort heldur hvenær Elfar kemur

Ólafur Kristjánsson og lærisveinar í Randers mætir Esbjerg klukkan 18:15. Hannes Þór Halldórsson er á sínum stað í marki Randers en Guðlaug­ur Victor Páls­son, fyr­irliði Es­bjerg, er hvíld­ur. Es­bjerg er á leið í umspil um að halda sæti sínu í deild­inni og er Guðlaugur Victor hvíldur fyrir þann slag.

Svíþjóð
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í hjarta varnar Norrköping sem vann 3-0 sigur gegn Jönköping í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðmundur Þórarinsson lék síðasta stundarfjórðunginn en Alfons Sampsted sat allan tímann á varamannabekknum hjá Norrköping sem er í þriðja sæti.

Árni Vilhjálmsson lék síðustu 22 mínúturnar fyrir Jönköping sem er í 10. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner