Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. apríl 2017 21:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Rikki G velur sitt lið
Liðið hans Rikka.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Liðið hans Rikka. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Rikki G (til vinstri).
Rikki G (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Skráning er í fullum gangi í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita. Keppni í Pepsi-deild karla hefst á sunnudaginn og hægt er að búa til lið fram að þeim tíma.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Rikki G, lýsandi á Stöð 2 Sport, er búinn að púsla saman sínu liðið fyrir sumarið.

Mark:
Gunnleifur Gunnleifsson. Gulli elskar fótbolta, Gulli elskar lyktina af grasi, Gulli elskar að spila fyrir nýjum samningi því hann er ekkert að fara að hætta. Tippa á að hann eigi risa tímabil í markinu.

Vörnin:
Damir verður lykilmaður í vörninni hjá Blikum í sumar. Held að hann eigi eftir að setja nokkur líka í sumar og meira en vaninn er.
Kassim er augljóst val þrátt fyrir að missa af fyrstu 2 - 3 leikjunum en þá er þetta skyldueign í draumalið.
Ívar Örn, mörk reglulega úr aukaspyrnum og reglulegar stoðsendingar. Þarf ekki að pæla í því frekar.

Miðjan:
Sigurður Egill Lárusson gæti tekið við keflinu af Kristni og sprungið enn frekar út á þessu tímabili. Mörk og stoðsendingar verða hans aðalsmerki.
Robbie Crawford: Skotar hafa yfirleitt virkað ágætlega á Íslandi og held ég að þessi gæti orðið drjúgur fyrir FH
Pape, verður maðurinn fyrir Ólsara í sumar sem munu eiga erfitt uppdráttar. Sé Pape nánast daglega í Sporthúsinu og er hann kominn í ruddalegt form fyrir sumarið. Mun draga vagninn fyrir Ólsara.
Höskuldur Gunnlaugsson: Á gríðarlega mikið inni eftir meiðsli og leiðindi. Hann mun sýna í sumar að hann á heima í atvinnumennsku.
Hilmar Árni Halldórsson: Augljós kostur.
8 - 10 stoðsendingar í sumar og mörk með því.

Framlínan
Arnór Gauti. Held að hann muni springa út hjá ÍBV í sumar og skora 10+ mörk
Hólmbert Aron Friðjónsson - Mun springa út fyrir Stjörnuna og koma sér aftur almennilega í gang.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Tómas Þór velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Freyr velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Viðar Ari velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Árni Vill velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Aron Þrándar velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Adam Örn velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Steindórs velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Aron Einar velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Gary Martin velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Hjörvar Hafliða velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Ari Freyr velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Benni Vals velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Haukur Harðar velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner