banner
   fös 28. apríl 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
England um helgina - Gylfi fer á Old Trafford
Hvað gerir Gylfi á Old Trafford?
Hvað gerir Gylfi á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í endalok tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og hver leikurinn verður mikilvægari.

Fimm leikir verða spilaðir á laugardag og þar mætast m.a. West Brom og Englandsmeistarar Leicester.

Sunnudagurinn er hins vegar risa dagur og byrjar veislan snemma. Klukkan 11:00 heimsækja Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea stórlið Manchester United á Old Trafford.

Eftir hádegi verður hörkuleikur Everton og toppliðs Chelsea en deginum líkur á risa Lundúnarslag, Tottenham og Arsenal.

Tottenham er í harðri baráttu við Chelsea um enska meistaratitilinn og má ekki við því að tapa þessum leik gegn erkifjendum sínum.

Umferðinni líkur svo á mánudag þegar Liverpool heimsækir Watford.

Laugardagur 29. apríl
14:00 Southampton - Hull
14:00 Stoke - West Ham
14:00 Sunderland - Bournemouth
14:00 West Brom - Leicester
16:30 Crystal Palace - Burnley (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur 30. apríl
11:00 Manchester United - Swansea (Stöð 2 Sport)
13:05 Everton - Chelsea (Stöð 2 Sport)
13:05 Middlesbrough - Manchester City
15:30 Tottenham - Arsenal (Stöð 2 Sport)

Mánudagur 1. maí
19:00 Watford - Liverpool
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner