Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 28. apríl 2017 07:30
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: KSÍ ætti að skoða hvað írska sambandið gerði
Hressir stuðningsmenn Dundalk á Kaplakrikavelli.
Hressir stuðningsmenn Dundalk á Kaplakrikavelli.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslandsmeistarar FH eiga sér þann draum að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Liðið tapaði naumlega fyrir írska liðinu Dundalk í fyrra en Dundalk fór svo alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar,

„Auðvitað var það svekkelsi á sínum tíma að detta út. En þetta sýndi okkur jafnframt það að möguleikarnir eru til staðar," sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

„Eftir að Dundalk sló okkur út þá sló liðið BATE Borisov út og lék svo gegn Legia Varsjá um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir voru ansi nálægt því að klára það en fóru inn í riðlakeppni Evrópudeildarinna og lék vel þar. Þetta sýnir að ef allir leggjast á eitt þá er þetta mögulegt. Auðvitað langar okkur að komast inn í þessa keppni."

„Írska knattspyrnusambandið frestaði öllum leikjum á meðan Dundalk spilaði í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þeir spiluðu bara í forkeppninni og voru ekki að spila í deildinni á meðan. Írska knattspyrnusambandið sá möguleikana í því að liðið kæmist inn í þessa riðlakeppni, kom til móts við Dundalk og var tilbúið að hjálpa. Það er eitthvað sem KSÍ mætti taka sér til fyrirmyndar."

„Það hlýtur að vera íslenskri knattspyrnu til framdráttar ef lið, hvort sem það er FH eða annað lið, kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner