Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 28. apríl 2017 21:24
Dagur Lárusson
Ítalía: Atlanta og Juventus skildu jöfn
Dani Alves skoraði í kvöld.
Dani Alves skoraði í kvöld.
Mynd: Getty Images
Atalanta 2 - 2 Juventus
1-0 Andrea Conti ('45 )
1-1 Leonardo Spinazzola ('50 , sjálfsmark)
1-2 Dani Alves ('83 )
2-2 Remo Freuler ('89 )

Það var einn leikur sem að fór fram í Ítalska boltanum í kvöld. Atlanta tók á móti efsta liðinu Juventus.

Það var dátt um fína drætti í fyrri hálfleik og fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þar var að verki Andrea Conti sem að kom Atlanta yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Juventus tóku við sér í seinni hálfleiknum og náðu að jafna þegar seinni hálfleikurinn var aðeins fimm mínútna gamall en þá var það Leonardo Spinazzola sem að varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Allt virtist stefna í 1-1 jafntefli þar til á lokamínútunum þegar dramatíkin tók yfir.

Dani Alves kom Juventus yfir á 83. mínútu leiksins og allt leit út fyrir að hann hefði tryggt Juventus sigurinn. Atlanta voru þó ekki á því að gefast upp og jöfnuðu metinn á síðustu mínútu venjulegt leiktíma og þar var að verki Remo Freuler, lokastaðan því 2-2.

Eftir leikinn situr Atlanta í 5.sæti deildarinnar með 64 stig á meðan að Juventus situr að sjálfsögðu á toppi deildarinnar með gott forskot á Roma í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner