Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 28. apríl 2017 22:00
Dagur Lárusson
Jurgen Klopp hrífst af Kroos
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er nú þegar farinn að huga að sumrinu. Liverpool er talið ætla að gera stóra hluti á leikmannamarkaðnum og eru margir leikmenn búnir að vera orðaðir við liðið.

Jurgen Klopp var hins vegar spurður út í það hvaða leikmenn hann myndi fá til liðsins ef að peningar væri ekki vandamál. Þar nefndi hann leikmenn á borð við Kroos og Busquets.

„Busquets er aðeins 28 ára gamall, er það ekki? Þvílíkur leikmaður og það lítur út fyrir að hann hafi verið að spila þessa stöðu í 16 ár.”, sagði Klopp við Marca

„Toni Kroos er stórkostlegur leikmaður, algjör snillingur. Hann er svo lúmskur með boltann.”

Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru í harðri baráttu um meistaradeildarsæti í ensku úrvaldsdeildinni og er það ljóst að sæti í meistaradeild myndi að a.m.k. gera það aðeins auðveldara að lokka leikmenn á borð við Kroos til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner