Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. apríl 2017 10:59
Elvar Geir Magnússon
Marca: De Gea hefur sagt Man Utd að hann vilji fara til Real
De Gea og Mourinho í faðmlagi.
De Gea og Mourinho í faðmlagi.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn David de Gea virðist vera að færast nær útgöngudyrunum á Old Trafford samkvæmt fréttum frá Spáni. Á forsíðu Marca stendur: „De Gea opnar dyrnar".

Marca segir að De Gea hafi beðið United um að selja sig til Real Madrid eftir tímabilið.

Real Madrid er í annað sinn á tveimur árum að reyna að kaupa spænska markvörðinn en talið er að félagið geri 59-63 milljóna punda tilboð í þennan 26 ára leikmann.

Marca segir að De Gea hafi fundað með United fyrir þremur vikum og sagst vilja ganga í raðir Real.

Marca segir að Mourinho hafi áhuga á að fá Joe Hart frá erkifjendunum í Manchester City til að fylla skarð De Gea þegar Spánverjinn fer. Þá hafi Mourinho einnig áhuga á tveimur leikmönnum Real, Alvaro Morata og James Rodriguez.
Athugasemdir
banner
banner