Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. apríl 2017 19:30
Dagur Lárusson
Mourinho: Ég gæti þurft að spila
Ætli Mourinho myndi standa sig í vörninni?
Ætli Mourinho myndi standa sig í vörninni?
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, staðfesti það á fréttamannafundi í dag að Paul Pogba mun ekki ná að jafna sig á meiðslum sínum í tæka tíð fyrir leikinn gegn Swansea um helgina. Hann ætti þá að vera orðinn góður fyrir Celta Vigo.

„Hann mun vera klár fyrir Celta Vigo, en ekki fyrir Swansea. Eina sem ég get sagt er að við erum mjög óheppnir með þessi litlu meiðsli. Þessi meiðsli hjá Pogba og meiðslin hjá Valencia í síðustu viku eru bæði meiðsli sem að orsökuðust af ofþreytu,” sagði Mourinho

United mun spila mikið af leikjum á síðustu vikum tímabilsins þar sem liðið á eftir fimm leiki í deildinni og er að sjálfsögðu komið í undanaúrslit Evrópudeildarinnar. Eins og er er liðið aðeins með þrjá varnarmenn sem eru ekki meiddir. Mourinho grínaðist með það að hann sjálfur gæti þurft að spila.

„Á þessari stundu eru það bara Alex, Eric og Daley sem að við höfum. Eric og Daley stóðu sig frábærlega gegn City í gær en ég verð að tala við þá fyrir leikinn gegn Swansea og taka stöðuna á þeim. Annars er ég sjálfur að taka vel á því í líkamsræktinni og gæti vel spilað”, sagði Mourinho í gríni.

United er ennþá í baráttunni um meistaradeildarsæti en liðið er tveimur stigum á eftir Liverpool í 3. sæti en á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner