Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. apríl 2017 17:59
Elvar Geir Magnússon
Snjór í Keflavík - Bikarleikurinn verður á morgun
Búið er að fresta leik Keflavíkur og Víðis.
Búið er að fresta leik Keflavíkur og Víðis.
Mynd: Aðsend
Búið er að fresta Suðurnesjaslag Keflavíkur og Víðis í 2. umferð Borgunarbikarsins sem fram átti að fara í kvöld.

Leikurinn hefur verið settur á klukkan 12:00 á morgun, á sama leikstað: Nettóvellinum í Keflavík. Samvkæmt veðurspám ætti að vera leikfært.

Ástæðan fyrir frestuninni er snjókoma á Suðurnesjunum en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er komið gott snjólag yfir Nettóvöllinn. Að neðan má svo sjá þegar Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, skoðar aðstæður.

Keflvík er spáð góðu gengi í Inkasso-deildinni í sumar en Víðismenn leika í 2. deild.

Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 8. sæti - Víðir

Tveir bikarleikir fara fram í kvöld. Selfoss og Kormákur/Hvöt eigast við og þá er Inkasso-slagur í Kórnum milli HK og Fram klukkan 19. Smelltu hér til að fylgjast með beinni textalýsingu frá þeim leik.



Athugasemdir
banner
banner
banner