Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 28. apríl 2017 23:00
Dagur Lárusson
Thiago: Mun ekki fara fyrr en ég vinn Meistaradeildina
Thiago Alcantara.
Thiago Alcantara.
Mynd: Getty Images
Thiago Alcantara, leikmaður Bayern Munchen, segir að hann muni ekki íhuga það að yfirgefa félagið fyrr en hann hefur unnið meistaradeildina.

Thiago er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við þýska stórliðið en hann framlengdi gamla samning sinn til 2021. Hann kom frá Barcelona árið 2014.

„Það er enginn vafi á því að ég vilji vera áfram. Markmið mitt er það sama og það hefur verið síðustu árin, að vinna Meistaradeildina með þessu liði. Ég mun ekki hugleiða það að fara áður en ég næ því markmiði”, sagði Thiago

„Framlengingin þýðir að ég mun vera hérna í mörg ár í viðbót og ég vona að ég muni vinna mikið fleiri leiki og titla.”

„Ég er mjög ánægður hérna, ég er svo ánægður með liðið og allt fólkið í kringum það. Við erum öll mjög ánægð hérna, ég og börnin mín, allt er fullkomið”.

Bayern var auðvitað slegið út úr Meistaradeildinni fyrir stuttu og því þarf Thiago að bíða í a.m.k eitt ár í viðbót til þess að ná markmiði sínu.

Athugasemdir
banner
banner