Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. apríl 2017 21:55
Dagur Lárusson
Þýskaland: Schalke ekki í vandræðum með Leverkusen
Schalke voru mikið betri aðilinn í kvöld
Schalke voru mikið betri aðilinn í kvöld
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen 1-4 Schalke
0-1 Guido Burgstaller (6')
0-2 Benedikt Hoewedes (10')
0-3 Alessandro Schoepf (18')
0-4 Guido Burgstaller (50')
1-4 Stefan Kiessling (69')

Einn leikur fór fram í Þýsku deildinni í kvöld en það var Bayer Leverkusen sem að tók á móti Schalke. Bæði lið sigla lignan sjó í miðri deild.

Það voru Schalke sem að réðu lögum lofum í leiknum en Bayer sáu í raun aldrei til sólar.

Schalke skoruðu strax á 6. mínútu leiksins og þar var að verki Guido Burgstaller. Aðeins fjórum mínútum seinna var staðan orðin 0-2 en þá var það Benedikt Hoewedes sem að skoraði.

Schalke ætluðu greinilega að ganga frá leiknum sem fyrst því aðeins átta mínútum eftir annað markið þá skoraði Alessandro Schoepf og kom Schalke í 0-3. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Það var síðan Guido Burgstaller sem að hélt markaveislunni áfram á 50. mínútu leiksins með sínu öðru marki og jafnframt síðasta marki Schalke í leiknum. Stefan Kiessling skoraði síðan sárabótar mark á 69. mínútu fyrir Bayer. Lokatölur 1-4 fyrir Schalke.

Eftir leikinn situr Schalke í 8.sæti deildarinnar með 41 stig á meðan að Bayer er í 12. sæti með 36 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner