Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Aðeins sá þriðji í sögunni
Orri Steinn er kominn í fámennan hóp í dönsku úrvalsdeildinni
Orri Steinn er kominn í fámennan hóp í dönsku úrvalsdeildinni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson skoraði þrennu eftir að hafa komið inn af bekknum og tryggt FCK 3-2 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en hann er aðeins sá þriðji í sögunni til að ná þessum áfanga.

Landsliðsmaðurinn kom inn á 53. mínútu og skoraði fyrsta mark sitt nokkrum mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu.

Hann bætti við tveimur mörkum til viðbótar undir lok leiks og sá til þess að FCK tæki öll stigin úr leiknum.

Þetta var önnur þrenna Orra á tímabilinu en fyrri þrennuna gerði hann í sigri á Breiðabliki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken.

Danski blaðamaðurinn Benjamin Leander bendir á áhugaverða staðreynd á X, en þar kemur fram að Orri er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu dönsku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu af bekknum.

Kenni Sommer gerði það fyrir Silkeborg gegn AGF árið 1994 og þá gerði Hollendingurinn Remco van der Schaaf það í leik með Bröndby gegn Lyngby árið 2010. Orri er nú kominn í þennan einstaka hóp.


Athugasemdir
banner
banner
banner