Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
   sun 28. apríl 2024 17:02
Kári Snorrason
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti heimaleikur Vestra var leikinn á Avis-vellinum í Laugardalnum áttust við Vestri og HK. Leikurinn var færður frá Ísafirði vegna þess að Kerecisvöllurinn er ekki leikfær. Nýliðar Vestra unnu sterkan 1-0 sigur í jöfnum leik. Davíð Smári þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 HK

„Algjör iðnaðarsigur, klárlega mikilvægur sigur. Mér fannst leikurinn bera þess merki að þetta var mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Mér fannst liðið mitt vera eins og það væri með einhverja þyngd á herðum sér. Það yfirleitt boðar ekki gott.
En ég er stoltur af okkur að við fundum leið og förum héðan með þrjú stig."


Þetta er annar sigurleikur Vestra í röð í deildinni

„Við tökum öllum stigum í þessu. Frammistaðan var ekkert frábær en við verðum að horfa í það að liðið er að vinna gríðarlega mikilvægann sigur þar sem við vorum ekkert sérstakir."


Eiður Aron neyddist til að fara af velli eftir tæklingu Atla Þórs

„Það eru tilfinningar í þessu, ég sá það strax að hann var alvarlega meiddur og bað strax um skiptingu. Þá litast maður aðeins og tilfinningarnar bera mann aðeins ofurliði og maður fer að kalla og öskra. Maður er tengdur liðinu sínu, við erum ein heild í þessu."
Ég á frekar von á því að þetta verði frekar ekki góð tíðindi frekar en góð."


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner