Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík/Reynir S.)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var ég hvað?
Var ég hvað?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mættur í aðra gula treyju.
Mættur í aðra gula treyju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta.Var.Ekki.Rautt!
Þetta.Var.Ekki.Rautt!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemningsmaður sem getur tekið lagið um sjálfan sig í Idolinu.
Stemningsmaður sem getur tekið lagið um sjálfan sig í Idolinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toppnáungi sem getur græjað þyrlu.
Toppnáungi sem getur græjað þyrlu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin hefst í næstu viku og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 5. sætinu í sumar.

Viktor er uppalin Grindvíkingur sem tók þá ákvörðun að fara í Reyni Sandgerði á láni á dögunum. Hann hafði fyrir það verið allan sinn feril í Grindavík. Hann er hægri bakvörður sem á að baki 138 KSÍ leiki og í þeim hefur hann skorað 14 mörk. Á síðasta tímabili lék hann 16 leiki í Lengjudeildinn og 4 í Mjólkurbikarnum.

Í dag sýnir Viktor á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Viktor Guðberg Hauksson

Gælunafn: Stundum kallaður Vikki

Aldur: 24 ára á árinu

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Man ekki eftir fyrsta leiknum en man eftir fyrsta leik í byrjunarliði fyrir Grindavík, það var gegn Þór Akureyri, Gunnar Þorsteins fær rautt á 10mín minnir mig og svo strax í seinni hálfleik fær Oddur rautt, endum samt sem áður að vinna leikinn 1-0 með marki frá Lexinho.

Uppáhalds drykkur: Nocco eða blár Klaki

Uppáhalds matsölustaður: Serrano og Local eru í miklu uppáhaldi

Hvernig bíl áttu: Er á Toyota Corolla 22 árgerð

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já á eitthvað af bæði

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og Peaky Blinders

Uppáhalds tónlistarmaður: Kanye West og Bubbi í jafnmiklu uppáhaldi

Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Óliver Berg er rugl fyndinn

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Er á fundi, hringi síðar” frá pabba

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Myndi aldrei útiloka neitt en eins og sannur Grindvíkur þá verð ég að segja Keflavík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Verð að segja Gylfi Sig

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Meistari Janko

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Gary Martin var vel óþolandi

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: CR7

Sætasti sigurinn: Sigurinn gegn Val í bikarnum í fyrra

Mestu vonbrigðin: Tímabilið í fyrra var mikil vonbrigði

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi vilja fá Marko Vardic aftur

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Helgi Hafsteinn fer langt

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Toppa fáir Frey Jónsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Dröfn Einars!

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Hrannar er alvöru höstler

Uppáhalds staður á Íslandi: Grindavík

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar GPL fékk rautt, fer svo að rífast við myndartökumann á hliðarlínunni um það hvort þetta hafi átt að vera rautt

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Alltaf í vinstri skóinn fyrst

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist aðeins með golfinu og Grindavík í körfunni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Danskan var ekki mín sterkasta hlið

Vandræðalegasta augnablik: Aldrei vandræðalegur

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Símon og Óliver til að halda uppi stemmingunni og Kristófer Leví því hann myndi græja þyrlu og koma okkur af eyjunni

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi vilja sjá Símon fara í Idolið, hann er með hörku rödd!

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef aldrei hent takkaskóm þannig þeir eru orðnir mjög margir í geymslunni

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kristófer Leví, þvílíkur toppnáungi!

Hverju laugstu síðast: Að ég hafi ekki farið á KFC

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta
Athugasemdir
banner
banner
banner