Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Postecoglou hættur að fagna - „Fótboltaleikir eru ekki lengur dæmdir á völlunum“
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 3-2 tap liðsins gegn nágrönnunum í Arsenal í dag, en draumurinn um að spila í Meistaradeildinni er að fjarlægast.

Tottenham lenti þremur mörkum undir í leiknum en átti frábæran lokakafla og var nálægt því að ná í að minnsta kosti stig.

„Þetta snýst um smáatriðin og hvernig þú heldur einbeitingu allan leikinn, hvort sem það sé í umbreytingum eða föstum leikatriðum. Það er þung refsing fyrir að klikka á þessum atriðum og Arsenal nýtti sér það.“

„Við hefðum átt að gera betur í markinu sem Bukayo Saka skoraði. Við vorum of einbeittir á ákvörðunum hinum megin á vellinum en það má ekki gegn svona góðum mótherja. Við þurfum að finna fyrir sársaukanum og vonandi nota það til að vaxa,“
sagði Postecoglou, en markið þótti umdeilt þar sem Tottenham vildi fá víti stuttu áður.

„Breytir engu mála hvort ég hafi séð það atvik. Fótboltaleikir eru ekki dæmdir á leikvöngum lengur. Ég fagna ekki einu sinni mörkum lengur, heldur bíð eftir að einhver á hliðarlínunni segi mér hvort þetta hafi verið mark eða ekki“ sagði hann um atvikið og benti þar á VAR-dómgæsluna.

Arsenal skoraði tvö mörk eftir hornspyrnu. Er það eitthvað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir?

„Ef ég myndi telja það að laga varnarleikinn í föstum leikatriðum væri svarið til að þessa brúa á bilið þá myndi setja allan minn tíma í það. Við erum ekki þar, heldur var þetta spurning um að einblína á litlu atriðin, ekki bara föstu leikatriðin, en við áttum okkur ekki oft á því að ef við gefum góðum andstæðingum tíma og pláss til að gera hluti þá munu þau refsa okkur.

„Ég held að þeir hafi átt fjórar tilraunir á markið í fyrri hálfleik og skoruðu þrjú. Ég held að þetta snúist ekki um eitthvað eitt, heldur er heildarmyndin mun stærri, en varnarleikurinn í mörkunum tveimur var mjög slakur. Það margt annað sem þarf líka að laga,“
sagði Postecoglou.
Athugasemdir
banner
banner