fim 28. maí 2015 21:24
Daníel Freyr Jónsson
1. deild: Haukar komu til baka gegn Fram
watermark Pétur Pétursson bíður enn eftir fyrsta sigrinum í deildinni,
Pétur Pétursson bíður enn eftir fyrsta sigrinum í deildinni,
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Haukar 2 - 1 Fram
0-1 Ernir Bjarnason ('40)
1-1 Björgvin Stefánsson ('81)
2-1 Sjálfsmark ('92)

Fram er enn án sigurs í 1. deild karla eftir 2-1 tap gegn Haukum í kvöld.

Ernir Bjarnason skoraði fyrir Fram í fyrri hálfleik þegar skot hans fór af leikmanni Hauka og í netið. Fram leiddi síðan leikinn allt þar til á 81. mínútu.

Þá tókst Björgvini Stefánssyni að jafna metin og í uppbótartíma gerði markvörður Framara, Cody Nobles Mizell, sjálfsmark sem tryggði Haukum sigurinn.

Fram er í 10. sæti 1. deildar með 1 stig úr fjórum leikjum, jafn mörg og Grótta. Haukar eru á sama tíma með sex stig um miðja deild.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner