Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. maí 2015 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Bacca: Ótrúleg tilfinning
Bacca með gripinn góða
Bacca með gripinn góða
Mynd: Getty Images
Carlos Bacca var hetja Sevilla í gærkvöldi þegar liðið tryggði sér sigur í Evrópudeildinni annað árið í röð.

„Ég er mjög ánægður með að vinna titilinn. Það var markmiðið okkar".

Leið Bacca á toppinn hefur gengið hratt fyrir sig en hann var orðinn 26 ára þegar hann gekk til liðs við Club Brugge í Belgíu árið 2012 en áður hafði hann spilað sem hálf-atvinnumaður í heimalandinu.

Bacca er einn af heitari framherjum Evrópu í dag en hann skoraði 30 mörk fyrir Sevilla á tímabilinu. Hann þakkar æðri máttar völdum fyrir velgengnina.

„Ég tileinka Guði sigurinn. Ég tileinka hann líka öllu fólkinu í Kólumbíu, fjölskyldunni minni og konunni minni. Þetta er ótrúleg tilfinning. Ég ætla að njóta augnabliksins".

Sevilla vann leikinn 3-2 en Bacca var allt í öllu þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt

„Mörkin mín tvö hjálpuðu okkur en það mikilvægasta er að liðið vann titilinn".
Athugasemdir
banner
banner
banner