fim 28. maí 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Platini sagði Blatter að segja af sér eftir neyðarfund
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter hefur neitað að segja af sér sem forseti FIFA eftir ósk þess efnis frá Michel Platini forseta UEFA.

Hinn 79 ára gamli Blatter hélt neðyarfund hjá FIFA í dag eftir atburði gærdagsins þar sem sex háttsettir menn innan FIFA voru handteknir í tengslum við spillingarmál.

Eftir neyðarfundinn hjá FIFA í morgun fundaði Blatter síðan með Platini.

Platini óskaði eftir því að Blatter myndi hætta en sá síðarnefndi neitaði þeirri ósk.

Blatter mætir Prince Ali bin al-Hussein í forseta kjöri hjá FIFA á morgun. Ef Blatter nær kjöri verður það fimmta kjörtímabil hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner