fim 28. maí 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Carlton Cole yfirgefur West Ham
Mynd: Getty Images
Carlton Cole er á förum frá West Ham þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Hinn 31 árs gamli Cole hefur skorað 58 mörk með West Ham undanfarin níu ár.

Upphaflega fór Cole frá West Ham sumarið 2013 en Sam Allardyce ákvað að semja aftur við hann í október sama ár vegna framherja vandræða.

Á nýliðnu tímabili kom Cole við sögu í 23 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég óska West Ham United alls hins besta og ég mun fylgjast með gengi félagsins í framtíðinni. Takk fyrir frábær níu ár," sagði Cole á Twitter í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner