fim 28. maí 2015 12:30
Arnar Geir Halldórsson
De Bruyne: Fer ekki til Chelsea á meðan Mourinho er þar
Eftirsóttur
Eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne hefur engan áhuga á að spila fyrir Chelsea á meðan Jose Mourinho er stjóri félagsins.

Mourinho lét De Bruyne fara frá félaginu í janúar 2014 og síðan þá hefur þessi belgíski miðjumaður slegið í gegn hjá Wolfsburg og meðal annars verið orðaður við endurkomu til Chelsea.

„Ef ég á að vera hreinskilinn held ég að ég fari ekki aftur til Chelsea á meðan hann (Mourinho) er við stjórnvölin", segir De Bruyne.

Talið er næsta víst að hann yfirgefi herbúðir Wolfsburg í sumar en vitað er af áhuga margra liða. Meðal áhugasamra liða eru Bayern Munchen, Man Utd, Man City og fleiri.

„Ég veit að ég kann vel við Bundesliguna og hún hefur reynst mér vel. Ég óttast samt ekki að snúa aftur til Englands, eða að spila á Spáni. Ég trúi því að ég geti staðið mig vel þar. Þú getur ekki borið tíma minn hjá Chelsea saman við það sem ég er í dag", segir þessi 23 ára Belgi, kokhraustur.

Athugasemdir
banner
banner