Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 28. maí 2015 14:38
Magnús Már Einarsson
Heimild: RÚV 
Geir ætlar að kjósa Prins Ali
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„KSÍ er alveg samstíga forseta UEFA,“ segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ í samtali við RÚV í dag.

Michel Platini, forseti UEFA, hefur farið fram á það við Sepp Blatter að hann segi af sér sem forseti FIFA og gefið út að sambandið styðji andstæðing hans, jórdanska prinsinn Ali bin al Hussain.

Geir mun því kjósa Prins Ali í forsetakosningunum á morgun en fyrr í dag greindi Platini frá því að langflestar þjóðir innan UEFA muni gera það.

„Ég held að hann (Blatter) sé búinn að tapa. Ég held að Evrópa geti komið með mörg atkvæði (til Prince Ali), ég vona að þau verði 53 en þau verða að minnsta kosti 45-46 ef að ég get treyst öllum," sagði Platini í dag.

Geir er staddur í Sviss þar sem aðalfundur FIFA fer fram en forsetakjör er framundan á morgun þar sem Blatter og Prins Ali eru tveir í kjöri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner