Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. maí 2015 10:00
Arnar Geir Halldórsson
Januzaj ætlar ekki að gefast upp
Januzaj og Louis van Gaal á góðri stundu
Januzaj og Louis van Gaal á góðri stundu
Mynd: Getty Images
Adnan Januzaj hefur engan áhuga á að yfirgefa Old Trafford þrátt fyrir að hafa fengið afar fá tækifæri með Man Utd á nýafstaðinni leiktíð.

„Að sjálfsögðu vil ég spila með aðalliðinu og fá fleiri leiki. Ég fékk ekki marga leiki á þessu tímabili. Þetta var frekar erfitt tímabil en ég á mörg ár eftir. Ég er bara tvítugur ennþá þó fólk vilji oft gleyma því".

Januzaj spilaði marga leiki með varaliði Man Utd í vetur en fékk sárafá tækifæri með aðalliðinu. Nú þegar liðið hefur fjárfest í Memphis Depay er fátt sem bendir til þess að Januzaj verði í stóru hlutverki á næstu leiktíð.

Hann er þó ekki af baki dottinn og segist einbeita sér að því að bæta sig.

„Ég legg hart að mér til að reyna að sýna hvað ég get. Stundum þarftu að vera þolinmóður og vera tilbúinn þegar tækifærið kemur."

„Ég er að æfa mikið og ég er líka að leggja mikið á mig í ræktinni. Ég þarf á því að halda að styrkja mig líkamlega. Það gerist ekki á einum mánuði. Það tekur langan tíma að ná miklum styrk",
sagði þessi efnilegi Belgi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner