Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. maí 2015 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Massimo Luongo til QPR (Staðfest)
Luongo (til vinstri) í leik með Swindon
Luongo (til vinstri) í leik með Swindon
Mynd: Nordic Photos
QPR hafa fengið ástralska miðjumanninn Massimo Luongo til liðs við sig frá Swindon Town.

Luongo lék 34 leiki fyrir Swindon á þessu tímabili og hjálpaði þeim að komast í úrslitaleikinn í umspilinu um sæti í Championship deildinni, en Swindon tapaði þar síðan á móti Preston.

„Ég er viss um að hann muni standa sig vel hjá QPR. Massimo er leikmaður sem að ég þekki vel. Hann er ungur leikmaður sem getur bætt sig mikið og vonandi getur hann gert það í Championship deildinni með okkur," sagði Chris Ramsey stjóri QPR.

Luongo er uppalinn hjá Tottenham, en Chris Ramsey núverandi stjóri QPR starfaði áður í akademíu Tottenham og vann með Luongo þar, því ættu þeir að þekkjast vel.

Ástralinn gerir þriggja ára samning við QPR, en þetta eru fyrstu kaup þeirra eftir fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner