Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. maí 2015 13:20
Magnús Már Einarsson
Platini: Held að Blatter sé búinn að tapa
Michel Platini og Sepp Blatter.
Michel Platini og Sepp Blatter.
Mynd: Getty Images
Michel Platini, forseti UEFA, segir að minnsta kosti 45-46 þjóðir innan sambandsins muni kjósa Prince Ali bin Hussein í forsetakosningum á morgun.

53 þjóðir eru innan UEFA en ekki hefur verið staðfest hvort KSÍ ætli að kjósa Prince Ali eða Sepp Blatter. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði þó í gær við fjölmiðla að hann myndi fylgja því sem Blatter leggur til.

„Ég held að hann (Blatter) sé búinn að tapa. Ég held að Evrópa geti komið með mörg atkvæði (til Prince Ali), ég vona að þau verði 53 en þau verða að minnsta kosti 45-46 ef að ég get treyst öllum," sagði Platini í dag.

Platini fundaði með Blatter í morgun og bað hann um að segja af sér.

„Ég ræddi eins og vinur við hann. Hann sagði að þetta væri of seint. Ég veit að plan hans er að fá alla með kosningarétt í herbergið og sannfæra fólk um að kjósa sig og segja síðan 'sjáið þetta lýðræði."

„Stór meirihluti Evrópuþjóða mun kjósa Prince Ali. Fólk hefur fengið nóg. Fólk vill ekki hafa þennan forseta (Blatter) lengur. Ég óskaði eftir fundi með honum og sagði 'Sepp, þú byrjaðir hjá FIFA árið 1998 og fyrir framtíð FIFA vil ég biðja þig um að segja af þér."

Athugasemdir
banner
banner
banner