fim 28. maí 2015 15:30
Arnar Geir Halldórsson
Svakalega sterkur landsliðshópur Argentínu
Þessir þrír verða í fullu fjöri í Chile í sumar
Þessir þrír verða í fullu fjöri í Chile í sumar
Mynd: Getty Images
Tata Martino, landsliðsþjálfari Argentínu, hefur valið 23 manna hóp sinn fyrir Copa America keppnina sem fram fer í Chile og hefst þann 11.júní næstkomandi.

Hópurinn er gríðarlega sterkur en á meðal leikmann sem hlutu ekki náð fyrir augum Martino í þetta skiptið má nefna Nico Gaitan sem hefur verið orðaður við ensk stórlið undanfarið.

Martino heldur tryggð við Angel Di María þrátt fyrir að hann hafi lítið spilað fyrir Man Utd á síðustu vikum tímabilsins en Marcos Rojo er einnig í hópnum ásamt þrem leikmönnum Man City.

23 manna hópur Argentínu

Markmenn: Sergio Romero (Sampdoria), Nahuel Guzman (Tigres), Mariano Andujar (Napoli).

Varnarmenn: Pablo Zabaleta (Manchester City), Facundo Roncaglia (Genoa), Ezequiel Garay (Zenit), Martín Demichelis (Manchester City), Nicolas Otamendi (Valencia), Marcos Rojo (Manchester United), Milton Casco (Newell’s).

Miðjumenn: Javier Mascherano (Barcelona), Lucas Biglia (Lazio), Ever Banega (Sevilla), Roberto Pereyra (Juventus), Fernando Gago (Boca), Angel Di Maria (Manchester United), Erik Lamela (Tottenham), Javier Pastore (PSG).

Sóknarmenn: Lionel Messi (Barcelona), Sergio Aguero (Manchester City), Carlos Tevez (Juventus), Ezequiel Lavezzi (PSG), Gonzalo Higuain (Napoli).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner