Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. maí 2015 13:01
Magnús Már Einarsson
UEFA ætlar að kjósa gegn Blatter
Prince Al Bin Hussein er í framboði á móti Blatter.
Prince Al Bin Hussein er í framboði á móti Blatter.
Mynd: Getty Images
Flestar æðildarþjóðir UEFA ætla að kjósa gegn Sepp Blatter í forseta kjöri FIFA á morgun samkvæmt nýjustu fréttum.

Flestar aðildarþjóðirnar ætla þess í stað að kjósa Prince Ali bin Hussein sem hefur boðið sig fram á móti Blatter. KSÍ er hluti af UEFA en Geir Þorsteinsson formaður KSÍ er mættur á aðalfund FIFA í Sviss til að taka þátt í kjörinu.

Michel Platini, forseti UEFA, fundaði með Blatter í morgun og óskaði eftir að hann mynid segja af sér. Hinn 79 ára gamli Blatter tók það hins vegar ekki í mál.

Blatter hélt neðyarfund hjá FIFA í dag eftir atburði gærdagsins þar sem sex háttsettir menn innan FIFA voru handteknir í tengslum við spillingarmál.

Fleiri þjóðir eru hætt við að styðja Blatter en Ástralir hafa ákveðið að styðja Prince Ali í kjörinu á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner