Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 28. maí 2016 16:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Afturelding heldur áfram að vinna - Jafnt hjá Hetti og ÍR
Nik Anthony Chamberlain skoraði bæði mörk Aftureldingar
Nik Anthony Chamberlain skoraði bæði mörk Aftureldingar
Mynd: Heimasíða Aftureldingar
Höttur gerði jafntefli gegn ÍR
Höttur gerði jafntefli gegn ÍR
Mynd: Twitter
Tveimur leikjum var að ljúka í 2. deild karla, en Afturelding er Mosfellsbæ heldur áfram að vinna.

Liðið mætti Magna frá Grenivík í dag, en fyrir leikinn var liðið búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína í 2. deildinni.

Það fór svo í dag að liðið hafði betur gegn Magna, 2-0, en bæði mörkin skoraði Nik Anthony Chamberlain. Það fyrsta kom úr víti um miðjan fyrri hálfleikinn og það seinna kom í uppbótartíma.

Afturelding er búið að vinna fyrstu fjóra leika sína og eru því á toppnum. Magni er um miðja deild með fimm stig.

Í hinum leiknum sem fram fór á sama tíma mættust Höttur og ÍR, en ÍR-ingar komust yfir á 32. mínútu þegar Jón Gísli Ström skoraði.

Jordan Chase Tyler jafnaði metin rétt fyrir hálfleik og þar við sat, ekki voru fleiri mörk skoruð og 1-1 jafntefli því staðreynd í þeim leik.

ÍR er fimm stigum á eftir Aftureldingu í 2. sæti, en Höttur er á meðan um miðja deild með fjögur stig.

Afturelding 2 - 0 Magni
1-0 Nik Anthony Chamberlain (´25, víti )
2-0 Nik Anthony Chamberlain (´90 )

Höttur 1 - 1 ÍR
0-1 Jón Gísli Ström (´32 )
1-1 Jordan Chase Tyler (´44 )

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner