Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 28. maí 2016 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Grótta ekki í miklum vandræðum með Völsung
Viktor Smári Segatta skoraði tvisvar fyrir Gróttu
Viktor Smári Segatta skoraði tvisvar fyrir Gróttu
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Grótta 4 - 0 Völsungur
1-0 Viktor Smári Segatta (´17 )
2-0 Gunnar Birgisson (´66 )
3-0 Viktor Smári Segatta (´87 )
4-0 Sigurvin Reynisson (´90 )

Grótta er komið upp í 2. sæti 2. deildar eftir þægilegan sigur á Völsungi í dag, en þetta var síðasti leikur dagsins í 2. deild karla.

Grótta var 1-0 yfir í hálfleik eftir mark frá Viktori Smára Segatta, en um miðjan seinni hálfleikinn bætti Gunnar Birgisson við öðru marki Gróttu.

Viktor Smári bætti síðan við öðru marki sínu og í uppbótartíma skoraði Sigurvin Reynisson fjórða og síðasta mark Seltirninga.

Þægilegur sigur heimamanna því niðurstaðan í þessum leik, en eins og áður segir er liðið nú í 2. sæti deildarinnar með níu stig. Völsungur er með tvö stig í 10. sæti.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner