Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 28. maí 2016 16:26
Magnús Valur Böðvarsson
3.deild: Viðir, Einherji og Vængir með fullt hús stiga
Sigurður Donys skoraði fyrir sína menn í Einherja
Sigurður Donys skoraði fyrir sína menn í Einherja
Mynd: Steingrímur Árni Róbertsson
Bragi Þór Kristinsson og félagar í Vængjum Júpiters sigruðu sinn leik en Reynismenn töpuðu
Bragi Þór Kristinsson og félagar í Vængjum Júpiters sigruðu sinn leik en Reynismenn töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heil umferð fór fram í 3.deild karla í dag og úrslitin voru eftir bókinni. Helst var það leikur Einherja og Þróttar Vogum sem var leikur tveggja ósgraðra liða en þar fóru heimamenn með sigur að hólmi fyrir Austan 3-2.

Þá unnu Víðismenn öruggan sigur á liði KFR í Garðinum þar sem Helgi Þór Jónsson skoraði tvö. . Vængir Júpiters sem var spáð neðsta sæti af fyrirliðum og forráðarmönnum halda sinni sigurgöngu áfram og eru með 9 stig eftir 2-1 sigur af KFS þar sem Ólafur Árni Hall skoraði bæði mörk Vængjanna. Káramenn sigruðu Reyni í Sandgerði þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þrennu og brenndi af vítaspyrnu og Stólarnir sigruðu Dalvík/Reyni. Dalvíkur menn brenndu af vítaspyrnu rétt fyrir fyrsta mark Stólanna og munaði um minna.

Deildin virðist strax ætla að skiptast í tvennt. Einherji, Víðir, Vængir, Kári, Þróttur og Tindastóll í efri helmingnum, En Reynir, Dalvík/Reynir KFR og KFS á botninum öll stigalaus.

Einherji 3 - 2 Þróttur Vogum
1-0 Sverrir Hrafn Friðriksson (11')
2-0 Sigurður Donys Sigurðsson (56')
2-1 Kristinn Aron Hjartarson (68')
3-1 Todor Hristov (80')
3-2 Aron Elfar Jónsson (90')

Dalvík/Reynir 0-3 Tindastóll
0-1 Ragnar Þór Gunnarsson (25')
0-2 Benjamín Gunnlaugarson (65')
0-3 Kenneth Hogg (80')

Reynir Sandgerði 2 - 4 Kári
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson(5')
0-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson (8')
1-2 Þorsteinn Þorsteinsson (30')
1-3 Sindri Snæfells Kristinsson (57')
1-4 Tryggvi Hrafn Haraldsson (70')
2-4 Birkir Freyr Sigurðsson (72')

Vængir Júpiters 2 - 1 KFS
1-0 Ólafur Árni Hall (3')
2-0 Ólafur Árni Hall (20')
2-1 Anton Bjarnason (34')

Víðir 4 - 0 KFR
1-0 Helgi Þór Jónsson (21')
2-0 Milan Tasic (35')
3-0 Helgi Þór Jónsson (65')
4-0 Tómas Jónsson (88')


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner