lau 28. maí 2016 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid Evrópumeistari 2016
Ronaldo skoraði úr síðustu spyrnu Real
Ronaldo skoraði úr síðustu spyrnu Real
Mynd: Getty Images
Real hafði betur eftir vítaspyrnukeppni
Real hafði betur eftir vítaspyrnukeppni
Mynd: Getty Images
Real Madrid 1 - 1 Atletico Madrid (5-3 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Sergio Ramos ('15 )
1-0 Antoine Griezmann ('48 , Misnotað víti)
1-1 Yannick Ferreira-Carrasco ('79 )
Vítaspyrnukeppnin:
2-1 Lucas Vasquez skoraði
2-2 Antoine Griezmann skoraði
3-2 Marcelo skoraði
3-3 Gabi skoraði
4-3 Gareth Bale skoraði
4-4 Saúl Niguez skoraði
5-4 Sergio Ramos skoraði
5-4 Juanfran klúðraði
6-4 Cristiano Ronaldo skoraði

Real Madrid er sigurvegari Meistaradeildar Evrópu árið 2016. Þetta er í 11 skipti sem félagið vinnur, en Real bar sigur úr býtum gegn Atletico Madrid í Mílanó í kvöld.

Sergio Ramos kom Real Madrid yfir eftir korters leik, en Ramos virtist þó vera rangstæður þegar hann skoraði.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en þegar þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik fékk Atletico víti. Pepe braut á Fernando Torres, en úr spyrnunni skaut Antoine Griezmann í slána.

Atletico náði þó að jafna leikinn, en þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti Juanfran góða sendingu fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Ferreira-Carrasco mættur. Hann skoraði og staðan orðin 1-1.

Þar við sat og því þurfti að framlengja. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar var Juanfran, bakvörður Atletico, sá eini sem klúðraði, en Cristiano Ronaldo skoraði úr síðustu spyrnu Real og tryggði þeim titilinn um leið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner