Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. maí 2016 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deschamps íhugar málaferli vegna ummæla Cantona
Deschamps er ekki sáttur með ummæli Cantona
Deschamps er ekki sáttur með ummæli Cantona
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, mun leggja fram lögsókn gegn Eric Cantona, fyrrum samherja sínum hjá franska landsliðinu, vegna ummæla sem Cantona lét út úr sér um landsliðsval Frakka.

Cantona gaf það í skyn að kynþættir hafi verið í huga Deschamps í landsliðsvali Frakka fyrir EM í sumar. Það er Deschamps ekki sáttur með og hyggst lögsækja Cantona.

Deschamps og Cantona spiluðu 34 sinnum saman með franska landsliðinu, en mikil illindi hafa verið á milli þeirra síðan Deschamps tók við af Cantona sem fyrirliði Frakka. Deschamps leiddi Frakka síðan til sigurs á Heimsmeistaramótinu árið 1998 og Evrópumótinu árið 2000.

„Ég mun fara með þetta mál fyr­ir dóm­stóla fyr­ir hönd Deschamps. Um­mæli Cant­ona voru niðrandi og ærumeiðandi. Cant­ona virti að vett­ugi heiðarleika Deschamps og verðskuld­ar af þeim sök­um refs­ingu," sagði Car­los Brusa, lögmaður Didier Deschamps, í viðtali við franska ­blaðið L'Equipe.

Cantona var ósáttur með það að leikmenn eins og Hatem Ben Arfa og Karim Benzema væru ekki í hópnum hjá Frökkum og sagði ástæðuna fyrir því vera sú að þeir leikmenn væru af erlendum uppruna. Þó vekur athygli að fjöldi leikmanna í hópnum er af erlendu bergi brotinn og þá kallaði Deschamps, Adil Rami, sem er af marakóskum uppruna, inn í hópinn fyrir Rapahel Varane sem er meiddur.

Sjá einnig:
Cantona sakar Deschamps um fordóma í garð leikmanna
Athugasemdir
banner
banner
banner